Pantanir og stillingar

Um Coolshop

Sönn saga

Coolshop ar stofnað klukkan 15:12 þann 25. janúar, 2002 (sem var föstudagur).

“Hvers vegna svona seint um daginn?” Ég skal segja þér hvers vegna.

Stofnendur okkar voru í kringum tvítugt þegar Coolshop var búin til, og eins og flestir á þessum aldrei, höfðu þeir ekki ennþá lært að vakna á morgnana. Það er einnig orðrómur að einn af stofnendunum hafi beðið eftir hinum í marga klukkutíma, þar sem hann var – og er ennþá – mikill aðdáandi ,, litla föstudags’’. *

En þeir eru bræður og bræður umbera hvorn annan.

“Að versla á netinu á að vera auðvelt. Afsláttur fyrir alla. Engin áskriftarþjónusta. Ekkert óvænt. Aðeins lágt verð á öllu því sem gerir þig hamingjusama(nn).”

Núna verður þetta kannski smá klisja.

En ekki Silicon Valley klisja. Meira svona , ”við byrjuðum í bílskúr’’ klisja. Því það er satt. Coolshop byrjaði í bílskúr stofnandanna. Ef þú spyrð fallega getum við sýnt þér mynd.

Okei. Tími til að spóla aðeins fram í tímann.

Mark og Mike voru að bralla eitthvað. Coolshop mótaðist, safnaði saman starfsfólki, taco fimmtudagur var kynntur til sögunnar. Og þá var bankað á hurðina. Það var maður sem talaði hratt með ítalskt blóð í æðum. Jacob Risgaard. Samningur var undirritaður yfir einum bjór. Tveir urðu að þremur og við þekkjum rest…

Ohh það var líka einu sinni þegar Jacob vaknaði á skrifstofunni, snéri sér við og fattaði að hann…. Úpps, ég lofaði víst að segja ekki frá því! Sorry!

Eftir-vinnu-bjórar á fimmtudögum.Danska leiðin til að gera fimmtudag að föstudegi.

DNAið okkar

Gildi Coolshop
Coolshop logo

Einfalt er cool

Þú getur flokkað netverslun niður í þrennt. Verslunin þarf að hafa réttu vörurnar, verðin verða að vera lág og sending þarf að vera án endurgjalds - og taka stuttan tíma. Við sjáum um það. Coolshop er auðveld netverslun. Það er það sem gerir hana cool.
Coolshop logo

Hreinskilni er cool

Hreinskil þjónusta er góð í þjónusta. Við sendum þér reglulega stöðuna á viðskiptunum þegar þú ert að versla hjá okkur, og þú getur alltaf haft samband við okkur. Við auglýsum aðeins hluti, sem við getum haft hreinskilin og gagnsæin samskipti um. Það er aldrei neinn vafi eða óvissa.
Coolshop logo

Að leggja extra á sig er cool

Við njótum þess að gera vel við viðskiptavini okkar fyrir, meðan og eftir að þeir versla við okkur. Þessi aðferð hefur verið hluti af okkar DNAi, síðan Coolshop opnaði, og er núna hluti af hversdagslífi allra, allt frá stjórnendum til nýrra starfsmanna. Þú ert örugg/ur þegar þú verslar hjá Coolshop.
Team Coolshop
Ánægt og öflugt starfsfólk
Coolshop er stækkandi fyrirtæki.
Nýtt starfsfólk er reglulega ráðið inn til okkar. Við vitum að starfsfólkið er mikilvægasta auðlind fyrirtækisins og við trúum því að glatt og ánægt starfsfólk efli fyrirtækið og auki afköst.