Coolshop ar stofnað klukkan 15:12 þann 25. janúar, 2002 (sem var föstudagur).
“Hvers vegna svona seint um daginn?” Ég skal segja þér hvers vegna.
Stofnendur okkar voru í kringum tvítugt þegar Coolshop var búin til, og eins og flestir á þessum aldrei, höfðu þeir ekki ennþá lært að vakna á morgnana. Það er einnig orðrómur að einn af stofnendunum hafi beðið eftir hinum í marga klukkutíma, þar sem hann var – og er ennþá – mikill aðdáandi ,, litla föstudags’’. *
En þeir eru bræður og bræður umbera hvorn annan.
“Að versla á netinu á að vera auðvelt. Afsláttur fyrir alla. Engin áskriftarþjónusta. Ekkert óvænt. Aðeins lágt verð á öllu því sem gerir þig hamingjusama(nn).”
Núna verður þetta kannski smá klisja.
En ekki Silicon Valley klisja. Meira svona , ”við byrjuðum í bílskúr’’ klisja. Því það er satt. Coolshop byrjaði í bílskúr stofnandanna. Ef þú spyrð fallega getum við sýnt þér mynd.
Okei. Tími til að spóla aðeins fram í tímann.
Mark og Mike voru að bralla eitthvað. Coolshop mótaðist, safnaði saman starfsfólki, taco fimmtudagur var kynntur til sögunnar. Og þá var bankað á hurðina. Það var maður sem talaði hratt með ítalskt blóð í æðum. Jacob Risgaard. Samningur var undirritaður yfir einum bjór. Tveir urðu að þremur og við þekkjum rest…
Ohh það var líka einu sinni þegar Jacob vaknaði á skrifstofunni, snéri sér við og fattaði að hann…. Úpps, ég lofaði víst að segja ekki frá því! Sorry!
Eftir-vinnu-bjórar á fimmtudögum.Danska leiðin til að gera fimmtudag að föstudegi.
Einfalt er cool
Hreinskilni er cool
Að leggja extra á sig er cool